Filipendula palmata

Ættkvísl
Filipendula
Nafn
palmata
Íslenskt nafn
Pálmamjaðjurt
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
60-90 sm
Vaxtarlag
Allt að 100 sm há jurt.
Lýsing
Lauf með bleika dúnhæringu á neðra borði. Axlablöð hálf-hjartalaga, tennt, hliða-smáblöð 3-5 handskipt. Blómin hvít, smá, í endastæðum hálfsveip, bikarblöð breið, íhvolf, krónublöð oddbaugótt, frjóhnappar rauðir, stíll sver, fræni hnúðlaga. Aldin 5-8, upprétt, lensulaga, hliðflöt, fræ bandlaga.
Uppruni
Japan til Kína, Mongólía, Síbería, Kamtsjatka.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, haustsáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, við tjarnir og læki.
Reynsla
Grunnt rótarkerfi, best í góðum raka og frjóum jarðvegi.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki má nefna svo sem: 'Alba' er kröftug planta með hvít blóm, 'Rosea' er með bleik blóm, 'Rubra' er með dökkrauð blóm, 'Elegantissima' allt að 90 sm há jurt, með dökkbleik blóm, aldin með fræjum koparlit.