Stönglar uppréttir, kantaðir, dúnhærðir eða stinnhærðir. Laufin stór, axlablöð græn, hvasstennt, með eyrnablöð neðst öðru megin, endasmáblöð kringlótt, allt að 25 sm í þvermál, 3-5 handskipt, hjartalaga við grunninn, tvísagtennt, græn, stinnhærð. Blóm allt að 8 mm í þvermál, hvít eða fölbleik, í stórum hálfsveipum, blómleggir með stutt, útstæð dúnhár. Krónublöð öfugegglaga-kringlótt, heilrend, frævurnar 5. Fræhýði öfuglensulaga, með löng randhár.
Uppruni
Japan, Mansjúría, Kamtsjatka
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, sem stakstæð planta, í beð, sem undirgróður.