Filipendula kamtschatica

Ættkvísl
Filipendula
Nafn
kamtschatica
Íslenskt nafn
Risamjaðjurt
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
gulhvítur
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
150-300 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt allt að 300 sm há.
Lýsing
Stönglar uppréttir, kantaðir, dúnhærðir eða stinnhærðir. Laufin stór, axlablöð græn, hvasstennt, með eyrnablöð neðst öðru megin, endasmáblöð kringlótt, allt að 25 sm í þvermál, 3-5 handskipt, hjartalaga við grunninn, tvísagtennt, græn, stinnhærð. Blóm allt að 8 mm í þvermál, hvít eða fölbleik, í stórum hálfsveipum, blómleggir með stutt, útstæð dúnhár. Krónublöð öfugegglaga-kringlótt, heilrend, frævurnar 5. Fræhýði öfuglensulaga, með löng randhár.
Uppruni
Japan, Mansjúría, Kamtsjatka
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, sem stakstæð planta, í beð, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð planta. Þarf ekki uppbindingu.