Stönglar/strá oftast snörp ofantil. Lauf allt 0,5 mm í þvermál, 5-7 tauga, strengur 1, slíðrið opið við grunninn. Punturinn lotinn, allt að 8 sm, puntgreinar snarpar, smáöx allt að 6,5 mm, nokkuð græn, stöku sinnum blaðgróin, efri axögn aflöng-lensulaga, allt að 4 x 1 mm, langydd, snörp ofan. Efri blómögn egg-lensulaga, allt að 4,5 x 1,5 mm, snörp ofan eða stöku sinnum dúnhærð á bakinu, stundum broddydd, broddur allt að 0,5 mm, engin týta.