Festuca glauca

Ættkvísl
Festuca
Nafn
glauca
Íslenskt nafn
Blávingull
Ætt
Grasaætt (Poaceae).
Lífsform
Gras, fjölært.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blágrænn.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Fjölært gras, allt að 37,5 sm hátt.
Lýsing
Stönglarnir/stráin upprétt, veikbyggð, þéttþýfð, blágræn, sum eru ófrjó. Laufin eru hárlaus, bláleit, blágræn, laufblaðka þráðlaga, sívöl, snubbótt, stinn, bein eða bogadregin, 9-tauga. Blómin eru í þéttum, öfugegglaga, uppréttan punt með stuttar greinar, punturinn er allt að 20 sm langur, blágrænn, aðalpuntgreinin hárlaus. Smáöx 4-7 blóma, oddbaugótt til aflöng, allt að 0,5 sm, neðri blómögn, allt 5 mm, með stutta týtu í oddinn, hárlaus. Oft ruglað sama við grávingul (Festuca cinerea).
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í þyrpingar, í blómaengi.
Reynsla
Meðalharðgert gras, oft skammlíft hérlendis.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun sem þyrfti að prófa betur.