Laufin hárlaus, stingandi, oft bogsveigð, allt að 0,5 mm í þvermál, 5-7 tauga, rif eitt aðeins við oddinn, slíðrið lokaðað mestu, slíðurhimnan bogadregin, allt að 1 mm, þétt og stutt randhærð. Blómskipunin þéttur puntur, allt að 7 sm, puntgreinar þéttdúnhærðar, smáöx fá, allt að 12 mm, gulgræn til strágul, efri axögn egg-lensulaga, allt að 6 mm, stutt-odddregin, neðri blómögn lensulaga, allt að 7,5 mm, langydd, broddydd eða ekki með týtu. Efri blómögn þéttrandhærð á kilinum, snörp við oddinn.