Stönglar veikbyggðir, vaxa upp af skriðulum jarðstönglum, mynda þéttar þúfur. Laufin þráðlaga, blaðkan allt að 20 sm, stinn, hvassydd til nálydd/stingandi, sívöl, hárlaus, slíðurhimna allt að 1 sm löng. Blómin strjál, hangandi, puntur egglaga allt að 10 sm, smáöx mjó-egglaga, allt að 1 sm, 6-8-blóma, græn, með gula og appelsínugula bletti. Neðri blómögn hvassydd, allt 0,5 sm, slétt eða ögn snörp, broddydd.