Festuca eskia

Ættkvísl
Festuca
Nafn
eskia
Íslenskt nafn
Skriðvingull
Ætt
Grasaætt (Poaceae).
Lífsform
Gras, fjölært.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænn með gulu og appelsínugulu.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Gras, allt að 4 sm hátt.
Lýsing
Stönglar veikbyggðir, vaxa upp af skriðulum jarðstönglum, mynda þéttar þúfur. Laufin þráðlaga, blaðkan allt að 20 sm, stinn, hvassydd til nálydd/stingandi, sívöl, hárlaus, slíðurhimna allt að 1 sm löng. Blómin strjál, hangandi, puntur egglaga allt að 10 sm, smáöx mjó-egglaga, allt að 1 sm, 6-8-blóma, græn, með gula og appelsínugula bletti. Neðri blómögn hvassydd, allt 0,5 sm, slétt eða ögn snörp, broddydd.
Uppruni
Pyreneafjöll.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í þyrpingar, í blómaengi.
Reynsla
Meðalharðgert gras.