Euphorbia palustris

Ættkvísl
Euphorbia
Nafn
palustris
Íslenskt nafn
Mýramjólk
Ætt
Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, dálítill skuggi.
Blómalitur
Gulgræn háblöð.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
80-100 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 100 sm há eða hærri, jarðstönglar eru skriðulir.
Lýsing
Stönglar eru í þyrpingum, kröftugir, fölgrænir. Stöngullauf oddbaugótt til aflöng-lensulaga, allt að 6 sm x 13 mm, lauf í öxlum greina mjórri, græn, verða rauðpurpura að haustinu. Stórsveipir með gaffalgreinda geisla eða þrídeilda, háblöð 5-7, egglaga, háblöð smásveipa egglaga-hálfhringlótt, allt að 2 x 1,5 sm, gulgræn. Aldin 3-flipótt, allt að 6 mm í þvermál, með ógreinilegar vörtur, brún, vörtur hvolflaga. Fræ egglaga, allt að 4 mm, brún.
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, sem undirgróður.
Reynsla
Harðgerð jurt, vill leggjast út af síðsumars (þarf að binda upp).