Euphorbia myrsinites

Ættkvísl
Euphorbia
Nafn
myrsinites
Íslenskt nafn
Ostamjólk
Ætt
Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Brennisteinsgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
15-25 sm
Vaxtarlag
Fjölær, bláleit jurt, allt að 20 sm há, sjaldan allt að 40 sm há eða hærri.
Lýsing
Stönglar kröftugir, útafliggjandi til uppsveigðir, allt að 25 sm langir eða meir, hárlaus, bláleitir, laufóttir. Lauf raðast eins og gormur upp eftir leggum, öfugegglaga til kringlótt, kjötkennd, blágrá, broddydd. Stórsveipir með 5-12 geisla, skærgræn, háblöð öfugegglaga eða kringlótt, broddydd, háblöð smásveipa hjartalaga til öfugegglaga-spaðalaga, brennisteinsgul, kirtlar hálfmánalaga, gulir, flipóttir í oddinn. Aldin allt að 7 mm, slétt, hárlaus, græn. Fræ allt að 4 mm, brún.
Uppruni
S Evrópa, L Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
í steinhæðir, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Viðkvæm jurt en svolítið ræktuð sunnanlands.
Yrki og undirteg.
'Washfield' er með rauðleitri blómskipan.