Euphorbia dulcis

Ættkvísl
Euphorbia
Nafn
dulcis
Yrki form
'Chamaeleon'
Höf.
Réttara: ´Chameleon'
Íslenskt nafn
Sætumjólk
Ætt
Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Grænn, purpura.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
30-45 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með svera, kjötkennda jarðstöngla.
Lýsing
Stönglar grannir, dúnhærðir, hreistur við grunninn. Stöngullauf aflöng til öfugegglaga, allt að 7 sm, græn, stundum með rauða slikju. Stórsveipir með 4-8 geisla, háblöð þríhyrnd-egglaga til tígullaga, græn, verða rauð seinna purpura eða gul. Aldin vörtótt, allt að 4 mm, fræ allt að 3 mm, rauðbrún.'Chameleon' Laufin eru sterkpurpura, blómkollar gul-græn með purpura slikju að sumrinum.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
= 1, www.perennials.com/plants/euphorbia-dulcis-chameleon.htlm
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í kanta, í ker, sem afskorin blóm.ATHUGIÐ: Safinn ertir húð og augu, plantan er eitruð ef hún er borðuð.
Reynsla
Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur, myndirnar teknar þar.