Euphorbia amygdaloides

Ættkvísl
Euphorbia
Nafn
amygdaloides
Íslenskt nafn
Möndlumjólk
Ætt
Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
60-85 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 85 sm há. Stönglar mynda hnaus, eru með fjólubláa slikju, blómstönglar tvíærir.
Lýsing
Stöngullauf með stuttan legg, lauf á blómstönglum styttri, legglaus, spaðalaga til öfugegglaga, allt að 8 x 2 sm, heilrend, snubbótt. Stórsveipir með allt að 8 geisla, gaffalgreindir, háblöð egglaga, næstum alveg samvaxin, sjaldan laus hvert frá öðru, kirtlar með löng horn. Aldin allt að 4 mm í þvermál, áberandi þrí-hryggja. Fræin egglaga, slétt, svört.
Uppruni
Evrópa, SV Asía.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, sem undirgróður.
Yrki og undirteg.
Ýmis yrki eru til, svo sem 'Rubra' brúskennd í vestinum, blómskipunin rauð, 'Variegata' laufjaðrar rjómalitir, miðjan ljós, stönglar og vetrarlauf bleikmenguð.