Eupatorium maculatum

Ættkvísl
Eupatorium
Nafn
maculatum
Íslenskt nafn
Blettaþrymill
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
- 200 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 200 sm há, stönglar purpura-deplóttir eða purpura flikróttir.
Lýsing
Laufin 3-4, kransstæð, allt að 25 sm, lensulaga til lensulaga-oddbaugótt eða egglaga, oft skert eða gróftennt. Körfurnar í skúfkenndri/puntlíkri blómskipun flatri að ofan. Innri reifablöð fjölmörg, þétt sköruð í allmörgum röðum, misstór, purpuramenguð, þar innri smádúnhærðar, þær ytri hárlausar, randhærðar. Smáblóm 15, föl eða bleik-purpura.
Uppruni
NA til SM Bandaríkin.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning eða skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.