Fjölær jurt, allt að 200 sm há, stönglar purpura-deplóttir eða purpura flikróttir.
Lýsing
Laufin 3-4, kransstæð, allt að 25 sm, lensulaga til lensulaga-oddbaugótt eða egglaga, oft skert eða gróftennt. Körfurnar í skúfkenndri/puntlíkri blómskipun flatri að ofan. Innri reifablöð fjölmörg, þétt sköruð í allmörgum röðum, misstór, purpuramenguð, þar innri smádúnhærðar, þær ytri hárlausar, randhærðar. Smáblóm 15, föl eða bleik-purpura.