Euonymus monbeigii, E. sanguineus v. brevipedunculatus, E. sanguineus v. camptoneurus, E. sanguineus v. lanceolatus, E. sanguineus v. laxus, E. sanguineus v. orthoneurus, E. sanguineus v. pachyphyllus.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur, rauðmengaður.
Blómgunartími
Síðla vors - snemmsumars.
Hæð
1-2 m (- 3,5 m)
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré. Greinar rauðmengaðar þegar þær eru litlar, hárlausar.
Lýsing
Lauf gagnstæð, heil, allt að 10 sm, egglaga-aflöng til breiðoddbaugótt, snarp-, þétt- og smásagtennt, með lauflegg, dökkgræn, nývöxtur rauðmengaður, með rauða slikju að haustinu og mjög langæ. Æðastrengir mynda fín-netæðótt mynstur. Skúfur 3-16 blóma, blómskipunarleggur langur, blóm 4-deild, hvít, rauðmenguð. Skrautleg græn fræhýði koma að sumrinu. Blómin tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin dálítið flipótt, allt að 2,5 sm, í þvermál. Vængir allt að 8 mm, láréttir, fræ svart, frækápa appelsínugul.