Euonymus nanus

Ættkvísl
Euonymus
Nafn
nanus
Íslenskt nafn
Dvergbeinviður
Ætt
Beinviðarætt (Celastraceae).
Lífsform
Lauffellandi-hálfsígrænn dvergrunni
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósbrúnn.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
50-80 sm
Vaxtarlag
Skriðull runni ekki rótskeyttur) með uppsveigðar ferhyrndar greinar sem minna á stöng.
Lýsing
Lauf allt að 4 sm löng, stakstæð eða í hvirfingum, bandlaga-lensulaga, lítið eitt tennt, jaðrar upporpnir. Skúfur 1-3 blóma, blómskipunarleggur grannur, blómin 4-deild, ljósbrún, allt að 6 mm í þvermál. Aldin 4-flipótt, bleik til bleikrauð, leggur örgrannur, fræ brún, frækápa rauð.
Uppruni
A Evrópa, USSR, Kákasus, A Túrkestan til V Kína.
Harka
2
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð sem þekjurunni, sem undirgróður, sem kontrast með grænum plöntum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta sem gróðursett var í beð 1988 og flutt í annað beð 2004. Þrifst ágætlega í garðinum (k = 0-1 að mestu), eintak frá Öjebyn í Svíþjóð hefur staðið sig vel.