Uppréttur runni sem verður um 0,9 m hár og álíka breiður, getur orðið 1-2 m hár samkvæmt sumum heimildum, margstofna, gisinn, útafliggjandi eða dálítið uppréttur runni.
Lýsing
Laufin gagnstæð, heil, mjó, hálf-sígræn og blágræn, bandlaga, heilrend með lauflegg, laufin rauðbronslit, rauðpurpura að haustinu. Skúfar með brúnum 4-deildum blómum. Rauð fræhýði að haustinu, aðalskrautið er fallega appelsínugul og rauð fræ síðla sumars og á haustin, runnanum er haldið í skefjum með því að snyrta runnann oft. Blómin eru ekkert skrautleg. Bleik fræhýði þroskast síðsumars og fram á haust.Runnann þarf stöku sinnum að endurnýja og hægt er að snyrta hann hvenær sem er.