Lauffellandi runni, breiðvaxinn, hárlaus, allt að 2,5 m hár eða hærri, 4 m.
Lýsing
Lauf allt að 9 sm, öfugegglaga eða oddbaugótt, lang-odddregin, fleyglaga við grunninn, fín-sagtennt, dökkgræn, glansandi, laufleggur allt að 8 mm. Skúfur allt að 5 sm langur, blómskipunarleggur allt að 6 sm, blómin fjölmörg, 4-deild, smá, fölgræn. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin með 4 vængi, vængir langyddir, allt að 10 mm, bleikir, frækápa djúprauð.