Uppréttur runni eða lítið tré með kantaðar grænar greinar. Greinar með korkkenndar rákir.
Lýsing
Lauf allt að 8 sm, egglaga-oddbaugótt til aflöng, bogtennt, ydd, hárlaus neðan. Skúfar með 3,5 eða fleiri blóm, blómskipunarleggur langur, blóm 1 sm í þvermál, gulgræn, frjóhnappar gulir. Blómin eru tvíkynja (bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri), frævuð af skordýrum. Aldin 4-deild, allt að 2 sm breið, bleik til skærrauð, fræ hvít, frækápa appelsínugul.
Uppruni
Evrópa að Bretlandi meðtöldu, frá Svíþjóð suður og vestur til Spánar, Kákasus og V Asía.
Í þyrpingar, í limgerði, í blönduð beð.Auðræktuð planta, þrífst í næstum hvaða jarðvegi sem er, líka kalkríkum ekki síst á þurrum, skuggsælum svæðum. Tegundin er eitruð planta en einnig nýtt sem lækningapanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1988 og gróðursettar í beð 1992. Þrífst þokkalega í garðinum (0,5-2), verður fallegust í sól.
Yrki og undirteg.
Mjög skrautleg tegund sem mörg nafnkennd afbrigði. Fjöldi yrkja í ræktun erlendis t.d. 'Albus', 'Atrorubens', 'Burtonii', 'Chrysophyllus', 'Microphyllus', 'Pumilus', 'Red Cascade' og mörg fleiri