Euonymus caroliniensis Marshall. E. latifolius Marshall. E. tristis Salisb.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-2 m (-2,5m)
Vaxtarhraði
Meðalhraðvaxta, er fremur skammlíf tegund.
Vaxtarlag
Mjósleginn, uppréttur runni allt að 2,5 m hár.
Lýsing
Lauf allt að 12 sm, egglaga-oddbaugótt, ydd, fíntennt, gul til rauðmenguð að haustinu, hárlaus ofan, fín dúnhærð neðan. Skúfar 7- 15 blóma, blómskipunarleggir allt að 5 sm langir, blómin 4-deild, purpura, allt að 1 sm breið. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin djúp-fjórflipótt, allt að 15 mm breið, rauð, frækápa skarlatsrauð.
Uppruni
A N-Ameríka (Ontarió til Flórída, Montana, Oklahoma og Nebraska.)
Harka
4
Heimildir
= 1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í blönduð beð, í jaðra. Aldin, fræ og börkur eru álitin eitruð. Áhrifin eru niðurgangur, uppsölur, kölduköst, krampaköst, yfirlið og slappleiki. Eitruð í stórum skömmtum. Líka notuð sem lækningaplanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er tegundin ekki til en var sáð 2011.