Erythronium sibiricum

Ættkvísl
Erythronium
Nafn
sibiricum
Íslenskt nafn
Síberíuskógarlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkbleikur eða lillalitur.
Blómgunartími
Apríl-júlí.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Blómstönglar 15-30 sm háir. Laukar sem minna á hnýði ílöng-egglaga, meira en 3-6 sm löng.
Lýsing
Laufin 2, oddbaugótt, með rauðleita bletti, 10-20 sm x 3-7 sm. Blómin stök, dökkbleik eða lillalit, 5-6 sm í þvermál. Blómhlífarblöð með marga smábletti, innri blómhlífarblöð með eyrnablöð. Fræflar gulir, andstætt evrópsku tegundinni hundatvítönn (E. dens-canis), sem er með dökklilla eða brúna fræfla.
Uppruni
Siberia, M Asía & Mongolía.
Harka
3
Heimildir
= www.eflora.org/florataxon.aspx?flora_id=120&taxon_id, Ornamental Plants From Russia
Fjölgun
Sáning, skipting, hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, myndar miklar breiður með tímanum.
Reynsla
Í F2-BB03 í fjölmörg ár og dafnar vel.