Erysimum rhaeticum

Ættkvísl
Erysimum
Nafn
rhaeticum
Íslenskt nafn
Alpagyllir
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Brennisteinsgulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 15-30 sm há, blómin brennisteinsgul.
Lýsing
Plantan myndar toppa eða brúska, með skástæða eða uppsveigða stöngla. Laufin band-lensulaga til bandlaga, græn eða grágræn. Blómin 1,5-2 sm í þvermál, gul, ilma.
Uppruni
Pyreneafjöll, Alpafjöll
Heimildir
= encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Erysimum/helveticum, www.jelitto.com/Seed/Perennials/ERYSIMUM+helveticum+,
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í beðkanta.
Reynsla
Harðgerð jurt, falleg og auðræktuð, en oft fremur skammlíf eins og svo margar tegundir af Þessari ætt. Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur.