Grunnlauf dökkgræn með áberandi æðum, hjartalaga til egglaga, því sem næst 3-flipótt, þyrnar vita fram. Blaðstilkar langir. Stöngullauf 3-flipótt til handskipt, fliparnir aftur flipóttir. Jaðrar með þyrna sem vita fram á við. Reifablöð 10-15, allt að 7 sm, bandlaga, purpuralit, þyrnótt, þyrnar vita fram. Körfur allt að 4 sm, sívalar- egglaga. Blóm skærblá.
Uppruni
Garðauppruni. Blendingur.
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, græðlingar, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Óvíst hverjir foreldrarnir eru, gætu verið E. alpinum og E. giganteum. Ágæt reynsla, í B4 frá 1991.