Eryngium serbicum

Ættkvísl
Eryngium
Nafn
serbicum
Íslenskt nafn
Serbíusveipþyrnir*
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
50-75 sm
Vaxtarlag
Líkur flatþyrni (E. planum). Fjölær jurt, allt að 75 sm há. Blómstönglar grannir, blámengaðir.
Lýsing

Grunnlauf langæ, handskipt, flipar 10-25 x 1,2-0,4 sm, 5-7, bandlaga, heilrend, með mjúka þyrna, leggir langir og með vængi. Stöngullauf með mjóa, þyrnótta flipa, lykja hálfvegis um stöngulinn eða eru leggstutt. Blómkörfur margar, hálfkúlulaga, 1-1,5 sm í þvermál. Reifablöð 5-7, mjó-bandlaga, 1-4 sm, með 1-2 pör af þyrnitönnum. Smáreifar þrjú hvassydd reifablöð.

Uppruni
Júgóslavía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er.