Grunnlauf langæ, handskipt, flipar 10-25 x 1,2-0,4 sm, 5-7, bandlaga, heilrend, með mjúka þyrna, leggir langir og með vængi. Stöngullauf með mjóa, þyrnótta flipa, lykja hálfvegis um stöngulinn eða eru leggstutt. Blómkörfur margar, hálfkúlulaga, 1-1,5 sm í þvermál. Reifablöð 5-7, mjó-bandlaga, 1-4 sm, með 1-2 pör af þyrnitönnum. Smáreifar þrjú hvassydd reifablöð.