Eryngium palmatum

Ættkvísl
Eryngium
Nafn
palmatum
Íslenskt nafn
Skógsveipþyrnir
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænleitur.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
60-70 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 75 sm há, hárlaus.
Lýsing

Grunnlauf 5-9 sm, langæ, nýrlaga-kringlótt, handskipt, flipar öfuglensulaga, 3-flipótt, dálítið leðurkennd, sagtenntir, með vængjalausan lauflegg. Blómkörfur 10, 1-1,5 sm í þvermál, í grænni, 30-75 sm hálfkúlulaga blómskipun. Reifablöð 5-7, 2-4 sm með 1-5 pör af hliðstæðum þyrnitönnum. Smáreifar samsettar úr 3-oddhvössum reifablöðum. Aldin með þéttar himnuagnir.

Uppruni
Júgóslavía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, græðlingar, rótargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð;.
Reynsla
Stutt reynsla. Lifði í garðinum 1992-1995 og á eftir að reyna betur.