Kröftugur, skammlífur fjölæringur, allt að 1,5 sm hár.
Lýsing
Grunnlauf 7-16 sm, áþekk og á alpaþyrni, hjartalaga til þríhyrnd ögn leðurkennd, óreglulega bogtennt, blaðstilkar allt að 20 sm. Neðri stöngullauf þyrnitennt, egglega, næstum legglaus, grunnur lykur um stöngulinn. Efri stöngullauf 3-skipt, flipar óreglulega-þyrnóttir. Reifablöð 6-10, gráleit, líkjast laufum, 2,5-4 sm, breið, lensulaga, þyrnótt. Blómkollar/körfur 3-9, egglaga til sívalir, allt að 4 sm. Smáreifablöð 3-tennt. Blóm rafblá til fölgræn. Aldin allt að 10 mm.
Uppruni
Kákasus.
Harka
6, H2
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Græðlingar að hausti, rótargræðlingar, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í fjölæringabeð.
Reynsla
Skammlíf jurt, góð til afskurðar og í þurrblómaskreytingar bestur ef hann fær að standa sem lengst í friði - skipta sjaldan (í G01 og á reitasv.)
Yrki og undirteg.
Yrki eru til dæmis: 'Silver Ghost' sem er allt að 60 sm há. Blóm smá, í stórum kollum. Blóm hvít, fræflar bláir, reifablöð gráhvít.