Fjölær, þyrnótt planta sem verður allt að 100 sm há. Stöngullinn trékenndur, ekki mikið greinótt, með meira eða minna trefjóttar laufrestar, sem grænir stönglar vaxa í gegnum, stönglarnir allt að 9 mm í þvermál, greinóttir ef stönglarnir eru með blóm.
Lýsing
Laufin eru leðurkennd, bláleit, fjaðurstrengjótt eða netæðótt. Grunnlauf breytileg, allt að 25x5 sm, með lauflegg, öfugegglaga, aflöng eða spaðalaga, standa meðan plantan er að blómstra og geta verið óskipt, jaðarinn fíntenntur eða þyrnóttur eða verða fjaðurtenntur. Jaðrar meira eða minna bylgjaðir eða tenntir, þyrnóttir og hrokknir. Stöngullaufin allt að 15, allt að 16x3 sm og eru strjál á stönglinum, þau efstu eru lík grunnlaufunum en með minni lauflegg. Hin eru legglaus og meira skipt, verða fjaðurskipt. Þau efstu eru lensulaga og með 2 ústæða hliðaflipa.Blómin eru í blómskipunum, þau endastæðu 4-8 x 1,5-3 sm, sívöl-sporvala, hliðablómin smærri, um þau lykja 4-13 stoðblöð sem eru styttrIen laufhlutarnir, með allt að 4 þyrna hvorri hlið, stinn og græn.Blómin en hvert þeirra með smástoðblöð, eru með bikar úr 5 bikarblöð um 5 mm, langydd, egglaga-lensulaga með hvítleita jarðra og áberandi miðtaug sem endar í þyrna. Krónan er úr 5, mjög bogsveigðum krónublöðum, jafnstórum, hvítum til bláleitum.Fræflarnir eru 5, frævurnar undirsætnar, með langæjan stíl, breikkar ekki við grunninn.