Hárlaus fjölæringur, allt að 100 sm hár. Blómstönglar uppréttir, greinóttir.
Lýsing
Grunnlauf 10-35 x 5-25 sm, aflöng-bandlaga, mjókka smám saman, æðar samhliða, jaðrar með grófa þyrna sem vita fram. Stöngullauf lykja næstum um stöngulinn, jaðrar með þyrnitennur. Blómkollar margir, allt að 5 sm, grænbláir, reifablöð 5-7 mm, ydd útstæð til aftursveigð, heilrend til þyrnitennt. Smáreifar 1-1,5 mm, lensulaga- langydd, heilrend. Bikartennur allt að 1 mm. Aldin 2 ? 2,5 mm, kúlulaga.
Uppruni
Argentína
Harka
H4
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning, með rótargræðlingum.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur reynst fremur skammlíf í ræktun í Lystigarðinum og er í viðkvæmari kantinum.