Stöngullaus fjölæringur, 20-40 sm hár. Öll laufin grunnlauf, fá, allt að 30 x 10 sm, miklu lengri en laufleggirnir, lensulaga til egglensulaga, hærð, fjaðurskipt, flipar egglaga, leggstuttir, jaðrar tenntir.
Lýsing
Blómin allt að 35 mm í þvermál, grunn blómskipunarleggur allt að 27 sm, blómleggir 2-6 sm. Bikarblöð 10 x 3 mm áður en aldinin verða þroskuð, egglaga til aflöng-egglaga, hærð, broddur allt að 2,5 mm. Krónublöð allt að 20 x 10 mm, breið öfugegglaga, snubbótt til bogadregin í oddinn, purpurarauð, efri tvö með dekkri doppur. Frjóþráður styttri en bikarinn. Fræni purpuralit. Aldin allt að 4 sm.