Þýfð, límkennd-dúnhærð, allt að 30 sm há fjölær jurt.
Lýsing
Lauf 5-20 mm, efri laufin legglaus, öfuglensulaga til fleyglaga, alveg eða að hluta bog-sagtennt. Bikarflipar bandlaga-aflöng, krónan 6-10 mm í þvermál, purpura, stundum hvít, 5-flipótt, 2 þeir efstu mjórri en þeir neðri.
Uppruni
S & M Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, fræið ferskt.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir.
Reynsla
Oftast skammlíf í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Mörg yrki eru til, en ekki í ræktun í Lystigarðinum.