Líkur fagurkobba (E. peregrinus) en blómstönglarnir hárlausir nema rétt neðan við körfunar, stönglar blöðóttir alveg upp að blómunum.
Lýsing
Blöðin mjólensulaga, oddmjó, heilrend, randhærð, 3-tauga. Blómkörfur í stærra lagi með afar margar tungukrónur. Tungur 70-150, u.þ.b. 1 mm breiðar, fjólubláar eða stöku sinnum hvítar. Svifkrans tvöfaldur, innri úr 20-30 þornhárum, ytri hárin stutt.
Uppruni
Fjöll í NV N Ameríku, Mexíkó.
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, til afskurðar.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð tegund. Yrkin hafa þó reynst nokkuð misjafnlega í ræktun, stundum skammlíf.
Yrki og undirteg.
Fjöldi er til af yrkjum sem aðallega eru flokkuð eftir lit og stærð tungnanna og hvert yrki gæti verið blendingur.RHSNokkur yrki má nefna svo sem:'Blue Shades'Þroskaði fræ '03. 'Dr. Worth'Þroskaði fræ '01. 'Dunklester Aller' 60 sm hátt yrki með dökkfjólublá blóm.'Förster´s Liebling' (Benary/Walther 1951) 60 sm, hálffyllt blóm, tungukrýndu blómin dökkbleik. Þrífst vel.'Märchenland' er með rósbleik blóm.'Ping Pong' fjólublátt, harðgert og langlíft yrki.'Pink Jewel' Tungukrýndu blómin föl-lillableik.'Rose Jewel'.'Schöenheit'.'Schwarzes Meer'(Götz 1970) um 60 sm tungukrýndu blómin dimmfjólublá.'Sommerneuschnee' er um 60 sm með hvít blóm með bleikri slikju.'Strahlenmeer' um 70 sm hátt yrki með ljósfjólubláum blómum.'Superbus'.'Violetta' um 70 sm hátt yrki með dökkfjólubláum og fylltum körfum.'Wuppertal' (Arends 1932) 60 sm, hálffyllt, tungukrýndu blómin ljósfjólublá. Þrífst vel.Fleiri mætti nefna: ss. 'Adria', 'Charity', 'Dignity', 'Lilofee' 'Marchenland', 'Quakeress', 'Rosa Triumph' , 'Rotes Meer', 'Violetta' ofl. - látum það duga í bili.Erigeron speciosus ssp. macranthus (Nutt.) Cronq. Stöngullauf eru egglaga, körfur minni en á aðaltegundinni og reifablöð hárlaus. (RHS, HHP, HS95)