Langlífur fjölæringur með jarðstöngla, líkist Aster. Blómstönglar uppréttir allt að 70 sm háir, hærðir, oftast laufóttir.
Lýsing
Lauf band-öfuglensulaga, með legg, hárlaus eða randhærð (sjaldan hærð á efra borði), heilrend, laufin minnka smám saman frá grunni og upp eftir stilknum. Körfur stakar eða í klösum, hvirfill 1-2,5 sm í þvermál, tungur 30-80, 2-3 mm breiðar, ljósfjólubláar-fjólubláar, sjaldan næstum hvítar. Svifkrans með 20-30 þornhár, stöku sinnum með nokkur styttri, ytri hár. Aldin loðin, ekki sammiðja, 4-7-tauga.
Uppruni
V N-Ameríka - V Kanada.
Harka
H2
Heimildir
2
Fjölgun
Sáð að vori, rétt hylja fræ, spírar á 2 vikum til 2 mánuðum við 10-16°C, skipting að vori.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í breiður.
Reynsla
Í K1 frá 1985 og hefur reynst með ágætum. Breytilegur í náttúrunni hvað varðar lauf, hæringu og fjölda blóma (European Garden Flora).
Yrki og undirteg.
Erigeron pereginus ssp. callianthemus (Greene) Cronq.Líkur aðaltegundinni en á reifablöðunum eru kirtilhárin með legg og efstu stöngullaufin mjög smá.(S Wyoming & N Kólóradó) Flora of Alaska and Neigbouribg Territories 1974, Eric Hultén. Hefur þroskað fræ flest ár frá 1993-2013.