Þýfður, skammlífur fjölæringur, allt að 30 sm hár, með jarðstöngla, stönglar uppréttir, loðnir.
Lýsing
Grunnlauf allt að 10 × 0,6 sm, öfuglensulaga til lensulaga, snubbótt eða ydd, loðin, mjókka að blaðstilknum, heilrend. Stöngullauf öfuglensulaga eða lensulaga, ydd. Körfur 1-6 saman, reifar allt að 1,5 sm, neðri reifablöð band-lensulaga, ydd, loðin. Tungublóm allt að 6 mm, fjölmörg, hvít eða lillalit.
Uppruni
S Ameríka (Patagónía, Fuegia).
Harka
8
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Lifði góðu lífi í garðinum og þroskaði fræ árlega frá 1999-2001.