Erigeron leiomerus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
leiomerus
Íslenskt nafn
Klappakobbi
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölfjólublár/gulur hvirfill.
Blómgunartími
Síðsumars.
Hæð
-10 sm
Vaxtarlag
Þéttþýfður fjölæringur, allt að 10 sm hár. Blómstönglar hárlausir eða ögn stinnhærðir.
Lýsing
Grunnlauf dökkgræn, blaðjaðrar áberandi uppsveigðir, allt að 7 × 1,5 sm, spaðalaga til öfuglensulaga eða öfugegglaga, hárlaus og stilkuð. Stöngullauf smá ofan til, öfuglensulaga, snubbótt eða bogadregin, þau allra efstu bandlaga. Körfur stakar, reifablöð dálítið sköruð, purpuramenguð, sérstaklega í oddinn, blómastæði allt að 13 mm í þvermál, tungukrýndu blómin allmörg eða mörg, blá til næstum hvít. Svifkrans með þornhár í innri kransi en himnukennd í þeim ytri. Blómgast síðsumars.
Uppruni
Klettafjöll.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í breiður.
Reynsla
Harðgerð og auðræktuð tegund. Hefur lifað í þó nokkur ár í garðiunum (frá 1993 í L3) og þroskað fræ u.þ.b. annað hvert ár.