Erigeron grandiflorus

Ættkvísl
Erigeron
Nafn
grandiflorus
Íslenskt nafn
Glæsikobbi
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósfjólublár, hvítur/gulur hvirfill.
Blómgunartími
Síðsumars-haust.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Langlífur fjölæringur. Blómstönglar loðnir (dúnhærðir), allt að 30 sm, útafliggjandi neðst, uppréttir í endann.
Lýsing
Lauf hærð, þau neðri öfuglensulaga, meira eða minna stilkuð, efri lauf smá, flest mjólensulaga, heilrend, kirtilhærð á jöðrunum.Körfur stakar, reifablöð þétt ullhærð, oftast aftursveigð í oddinn. Tungukrýnd blóm 110-150, ljósfjólublá eða hvítleit, 7-15 × 1-2,5 mm. Svifkrans tvöfaldur með 20-25 innri þornhár, þau ytri mjóar himnuagnir ógreinilegar. Aldin/hnotin hærð, 2-tauga.
Uppruni
V N-Ameríka - N Kanada, USSR
Harka
H2
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
Reynsla
Mjög harðgerð planta, flott og auðræktuð. Hefur verið samfellt í ræktun í garðinum frá 1984 (K1-N12 - G04).
Yrki og undirteg.
Erigeron grandiflorus ssp. arcticus hefur verið lýst í Kanada er minni og enn harðgerðari arktísk tegund.