Þýfður fjölæringur með kröftuga rótarstöngla. Blómstönglar 5-50 sm, oftast útstæðir við grunninn en sveigjast svo upp á við, þétthærðir með útstæð hár.
Lýsing
Lauf þykk og safamikil, þau neðri stór og áberandi, öfugegglaga til spaðalaga. Þau efri smá, lensulaga, öll hárlaus eða kirtilhærð, randhærð. Körfur 1-15 í hálfsveip, 1,5-3,5 í þvermál. Tungukrýndu blómin u.þ.b. 100, 1-2 mm breið, ljósfjólublá til hvít. Svifkrans með 20-30 brúnleit til rauðleit þornhár, ytri hárakrans með stutt hár. Aldin oftast 4-tauga.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
H4
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005, ekki lengur á lífi 2014.