Tvíær eða skammlífur fjölæringur sem minnir á Aster. Gljákobbinn er með dálítið greinóttan jarðstöngul og trefjarætur. Blómstönglar eru uppréttir, allt að 50 sm háir, hærðir en ekki kirtilhærðir.
Lýsing
Lauf lensulaga, heilrend eða tennt, mjókka smám saman í vængjaðan blaðstilk. Körfur 1-15 í hverri blómskipun, 1-2 sm í þvermál með tungukrýndum kvenblómum og tvíkynja hvirfilblóm með 5-flipóttum krónum. Reifar hærðar. Tungublóm 125-175, u. þ. b. 1 mm breið, ljósfjólublá eða bleik, sjaldan hvít. Svifkrans tvöfaldur, stundum eru fá hár í þeim ytri. Aldin hærð, tví-tauga.
Uppruni
A N-Ameríka & Kanada.
Harka
H3
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005, þrífst vel í steinhæðinni 2009, lifir enn 2014.