Langlífur fjölæringur, sem vex upp að grófum jarðstöngli. Blómstönglar næstum lauflausir, allt að 25 sm háir en oft lægri.
Lýsing
Flest laufin eru grunnlauf, stilklöng, ljósgræn, kirtilhærð, oftast tvisvar þrískipt í mjóa striklaga flipa. Körfur eru stakar, meðalstórar eða 3-4 sm í þvermál. Hvirfillinn 8-20 mm í þvermál, reifablöð purpuralit í endann. Tungur 20-60, hvítar, bleikar eða bláar, allt að 1,2 sm × 2 mm. Svifkrans einfaldur úr 12-20 þornhárum. Aldin 2-tauga, hærð.
Uppruni
Alaska, N Ameríka, Grænland, Labrador.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, til afskurðar.
Reynsla
Harðgerður með afbrigðum, en fágætur, þó í ræktun í grasagarðinum og hjá áhugafólki, töluvert breytilegur í útliti. Hefur þroskað fræ í Lystigarðinum af og til. Hefur reynst skammlífur í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Erigeron compositus v. glabratus Macoun. Lauf 2-3 þrískipt, flipótt, bandlaga-aflöng. NV N-Ameríka. Erigeron compositus v. discoideus A. Gra.y Lauf 1-þrískipt. 'Albus' er með hvít blóm. (Z5 RHS)'Rocky' Finnst ekki í bókum.