Erica spiculifolia

Ættkvísl
Erica
Nafn
spiculifolia
Íslenskt nafn
Tindalyng
Ætt
Lyngætt (Ericaceae).
Samheiti
Bruckenthalia spiculifolia (Salisb.) Reichenb.
Lífsform
Lágvaxinn sígrænn runni
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður eða í hálfskugga
Blómalitur
Purpura til ljósbleikur
Blómgunartími
Síðsumars
Hæð
25 sm
Vaxtarlag
Lítill, sígrænn runni.
Lýsing
Lítill, sígrænn runni sem minnir á beitiling og/eða klukkulyng (Erica), myndar breiður. Stönglar uppréttir, um 25 sm háar, lítið greinóttar, en þéttur og breiðist fljótt út. Smágreinar dúnhærðar í fyrstu. Lauf 0,3-0,5 sm, gagnstæð en greinilega 4(-5) í hvirfingu, bandlaga, með þverstýfðan kirtilodd, jaðrar mjög innundnir, ögn randhærðir. Blómin eru þétt saman í stuttum, sívölum, uppréttum, endastæðum klösum, allt að 3 sm löngum. Blómleggir 2-3 mm langir, engin stoðblöð. Bikar 1,5 mm, bleikur, 4 flipar, breiðþríhyrndir, um það bil jafn langir og krónupípan. Króna 3 mm, breiðbjöllulaga, purpuralit til ljósbleik, flipar 4, egglaga, um það bil jafn langir og krónupípan. Fræflar 8, samvaxnir neðst og fastir við krónuna, frjóhnappar ekki með sepa, Eggleg hárlaust, stíll stendur út úr blóminu. Aldinið hálfhnöttótt hýði.
Uppruni
SA Evrópa, Litla Asía.
Harka
Z5
Heimildir
= 1, http://www.wildgingerfarm.com
Notkun/nytjar
Notuð í ker eða með smáplöntum í steinhæðir eða beðkanta.
Reynsla
Plöntunum var sáð í Lystigarðinum 1991 og allar gróðursettar í beð 2010. Yfirleitt ekkert kal gegnum árin, blómstrar árlega.