Sígrænn dvergrunni sem getur þó orðið allt að 40 sm hár. Sprotar jarðlægir eða uppréttir, ungar greinar loðnar. Lauf 4 saman í kransi, aflöng-lensulaga, jaðrar lítillega innundnir, oftast kirtilhærðir. Blómskipunin endastæð, í smásveip. Bikarblöð allt að 3 mm löng, hárlaus. Krónan allt að 7 mm, krukkulaga, bleik. Frjóhnappar ná ekki út úr blóminu, frjóhnappasepar langir og mjóir. Eggleg hárlaust.