Lágvaxinn runni, allt að 90 sm hár. Ungir sprotar eru með stutt hár. Laufin allt að 5 mm löng, 3 saman í kransi, fljótlega í knippum, bandlaga, hárlaus, jaðrar innundnir. Blómskipunin endastæð, í klasa eða sveip. Blómin í mörgum rauðum og bleikum litum, stundum hvít. Blómleggir dúnhærðir. Bikar allt að 3 mm, hárlaus. Krónan allt að 7 mm, krukkulaga. Frjóhnappar inni í blóminu, með týtu.
Uppruni
V Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1, http://www.heathsandheathers.com
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð með súrum jarðvegi, í ker og í kassa.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er. Sáð 1991, dó í sólreit 1996, ekki gróðursett í beð. Klippa eftir blómgun. Roðalyngið er erfiðara í ræktun en aðrar klukkulyngstegundir. Verður að gróðursetja á skjólsælan stað vegna þess þurrir næðingar geta þurrkað laufin um of. Mest hætta er á að þessar plöntur drepist ef þær ofþorna áður en þær hafa komið sér nógu vel fyrir á nýja vaxtarstaðnum. Þegar plantan hefur náð góðri rótfestu vex hún vel.
Yrki og undirteg.
Mikill fjöldi yrkja er í ræktun erlendis en af þeim var aðeins E. cinerea 'Stephen Davis' í ræktun í garðinum skamman tíma.