Epilobium luteum

Ættkvísl
Epilobium
Nafn
luteum
Íslenskt nafn
Mánadúnurt
Ætt
Eyrarrósarætt (Onagraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgulur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
25-35 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 40 sm, ógreindir eða greinóttir.
Lýsing
Lauf allt að 7,5 sm, næstum legglaus, skarast, öfuglensulaga til egglaga, hárlaus, sagtennt. Blómin 3 sm, bikarblöð lensulaga, krónublöð gul, lengri en bikarblöðin, sýld.
Uppruni
N Kalifornía til Alaska.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Meðalharðgerð-harðgerð, að minnsta kosti Norðanlands. Er í Lystigarðinum 2016.