Rætur sverar, trjákenndar. Stönglar allt að 45 sm háir, útafliggjandi.
Lýsing
Laufin 1-75x0,5-2,5 sm, egglaga-oddbaugótt, stakstæð, matt-blágræn.Blómin 1,25-2,1 sm í þvermál, tvídeild. Krónublöðin heilrend, hvít eða purpurableik, minna á sigurskúf en mattari. Stíll 4-7,5 mm, aftursveiður. Fræ 1,5-2,1 mm, slétt.
Uppruni
N Evrasía (Ísland), N Ameríka
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Við tjarnir og læki, í ker, óæskileg sem garðplanta, vegna þess hve skriðul hún er.
Reynsla
Harðgerð, falleg, en getur orðið óæskilegt illgresi í görðum.