Echinops sphaerocephalus

Ættkvísl
Echinops
Nafn
sphaerocephalus
Íslenskt nafn
Gráþyrnikollur
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, gráhvítur.
Blómgunartími
September.
Hæð
150-200 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 50-200 sm hár, stönglar ógreindir eða greinóttir, skúmhærðir-lóhærðir, stundum kirtilhærðir.
Lýsing
Laufin kirtil-dúnhærð eða með kirtlalaus hár og kirtilhár ofan og hvít-lóhærð neðan, aflöng-oddbaugótt til egglaga, greipfætt, 1-2 fjaðurskert, fliparnir þríhyrndir til lensulaga, jaðrar innundnir með stutta, granna þyrna. Körfur 3-6 sm í þvermál, gráar eða hvítar, reifar 15-25 mm, ytri reifaþornhárin styttri en eða jafnlöng og ytri reifablöðin, samvaxin eða ekki samvaxin við grunninn. Reifablöðin 16-20, lang-oddregin, lang-kögruð, þau ytri öfuglensulaga, um hálf lengd reifanna, miðreifarnar band-lensulaga, langyddar, smáblómin hvít eða grá. Þornhár svifhárakrans samvaxin að 1/3 við grunninn.
Uppruni
M & S Evrópa - M Rússland
Harka
3, H2
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í skrautblómabeð, í þurrblómaskreytinar.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð. Góð í þurrblómaskreytingar. Til í fjölmörgum eintökum, þau elstu talin hafa vaxið í Lystigarðinum frá 1957. Blómgast ekki fullkomlega í öllum árum og þroskar ekki fræ fremur en aðrir þyrnikollar hérlendis.