Fjölær jurt, stönglar 50-120 sm, greinóttir eða ógreindir, kirtlalausir, stundum meira eða minn hárlaus.
Lýsing
Lauf kirtilhærð, lítillega stinnhærð og ögn skúmhærð ofantil, jaðrar þétt og dálítið snarpir, laufin hvítlóhærð neðan, egglaga eða oddbaugótt, flöt, næstum heilrend til 2-fjaðurskipt, laufhlutarnir þríhyrndir, jaðrar með fáeina, granna þyrna. Körfur 2,5-5 sm í þvermál, bláar eða grábláar, reifar 14-17 mm, ytri þornhár um hálf lengd reifanna, grunnur samvaxinn, neðri reifablöðin um 20, lensulaga, langydd, randhærð, innri reifablöðin ekki samvaxin, smáblóm gráblá. Þornhár svifhárakransann samvaxin við grunninn.
Uppruni
SA Evrópa til Tékkóslóvakíu.
Harka
3, H2
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar, í þurrblómaskreytingar.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð planta, er mjög góð í þurrblómaskreytingar. Hefur vaxið vel og lengi í garðinum (frá 1956 að því að talið er). Blómgast seint að hausti og stundum lítið sem ekkert ef haustin eru köld.
Yrki og undirteg.
'Blue Globe' 160 sm með dökkblá blóm, 'Taplow Blue' 100-120 sm, blómsælt yrki með sterkblá blóm. (Annars eru yrkin lítt reyndar hérlendis).