Lauf oddbaugótt til öfugegglaga, 1-3 sm löng, skærgræn ofan, sljóydd, hærð eða hárlaus, hvítflókahærð, grófbugðótt, grunnur mjór oggur bogadreginn. Blómleggur 5-20 sm langur, blómin gul, álút, opnast oftast ekki alveg. Bikar hvítflókahærður bæði innan og utan með svört kirtilhár (mikilvægt einkenni).
Uppruni
N Ameríka (Kanda, Alaska og víðar) hátt til fjalla.
Harka
3
Heimildir
= 7
Fjölgun
Stöngulgræðlingar með hæl snemma vors eða síðsumar, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Harðgerð planta, en erfið í uppeldi eins og holtasóleyin og oft skammlíf.