Dracocephalum grandiflorum

Ættkvísl
Dracocephalum
Nafn
grandiflorum
Íslenskt nafn
Bládrekakollur
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Sterk dökkblár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Hvirfingarlauf aflöng, snubbótt, mjó-hjartalaga við grunninn, allt að 3 sm breið, bogtennt, með langan legg. Stöngulauf egglaga, legglaus.
Lýsing
Stönglar 15-30 sm. Blómin 5 sm, í aflöngu axi, allt að 7,5 sm, Króna sterk dökkblá, með áberandi hettu, neðri vörin með dekkri sekk við bikarinn og með dekkri doppur.
Uppruni
Síbería.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða haust, sáning að vori.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir.
Reynsla
Fallegastur af þeim Dracocephalum tegundum sem reyndar hafa verið hérlendis og á skilið mun meiri útbreiðslu (H. Sig.).
Yrki og undirteg.
Dracocephalum grandiflorum 'Jón Formaður' er yrki sem ættað er frá Herdísi í Fornhaga - mjög harðgert og langlíft yrki sem blómgast snemma.