Þýfð, fjölær jurt. Neðsti hluti stönglanna þakinn leifum af gömlum laufleggjum. Lauf 6 mm, öfuglensulaga til hálfkringlótt, þykk.
Lýsing
Blómstönglar hárlausir, allt að 40(-60) sm, ekki með stöngullauf. Blóm 3-20 í hverjum klasa. Bikarblöð 2,5 mm. Krónublöð 4,5 mm, öfugegglaga, gul. Skálpar 5-7 x 3-5 mm, egglaga, hliðflatir.
Uppruni
N Ameríka (fjöll).
Harka
5
Heimildir
= 1, www.efloras.org/florataaxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250094772, Flora of North America
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2015.