Þéttþýfð, fjölær jurt. Lauf öfuglensulaga, 4-8 mm með þétt hvít stjörnuhár og með kanthár.
Lýsing
Blómstöngull allt að 10 sm hár, uppréttur, með stjörnuhár neðst. Stöngullauf 1-3 eða engin, oft tennt. Blómklasar með 3-12 blóm. Bikarblöð 2-2,5 mm, með gagnsæjan jaðar. Krónublöð 4,5-8 mm, rjómahvít, breiðegglaga. Fræflar lengri en krónublöðin. Frjóþræðir dálítið sverari neðst. Skálpar oddbaugóttir-lensulaga, 6-10 mm, hárlausir. Stíll 1-2 mm.