Draba sibirica

Ættkvísl
Draba
Nafn
sibirica
Íslenskt nafn
Síberíuvorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Samheiti
Lepidium sibiricum Pallas, Reise Russ. Reich. 3: 34. 1776; Draba gmelinii Adams; D. repens M. Bieberstein; D. sibirica ssp. arctica Böcher.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, skriðul. Stöngulstofn greinóttur (lítið eitt þakinn langæum leifum laufleggja, greinar grannar, skriðandi), með blómstöngla. Blómlausir stönglar hálfútafliggjandi, ógreindir, 5-25 sm háir, lítið til þétt stinnhærðir. Blómstönglar með mjúk, löng, ógreind hár um miðjan stöngul, oft hárlaus á efri hlutanum. Gunnlauf í hvirfingum, með laufleggi. Blaðkan aflöng-lensulaga eða öfuglensulaga, 0,4-2,2 sm x 1-5(-10) mm, jaðrar heilrendir, oft dúnhærð bæði ofan og neðan, stundum hárlaus (nema jaðrarnir), með aðlæg hár. Engin stöngullauf.
Lýsing
Blómklasar með 7-20 blóm, ekki með stoðblað, lengjast áberandi mikið við aldinþroskann. Aðalblómskipunarleggir ekki bugðóttur (beinn), hárlaus. Aldinleggir gleiðgreindir, beinir eða sveigðir, (oft þráðmjóir), 5-18(-23 mm), hárlausir. Bikarblöð (upprétt), aflöng eða egglaga, 2-2,7 mm (hliðapör hálfpokalaga neðst), hárlaus eða ögn langhærð á neðra borði (hárin ógreind). Krónublöð gul, mjó-öfugegglaga,4-6 x 2-3 mm, framjöðruð. Frjóhnappar egglaga-hálfhjartalaga, 0,4-0,5 mm. Skálpar oftast aflangir til oddaugóttir, sjaldan næstum bandlaga, sléttir, útflattir, 4-8 x 1,5-2,2 mm, skálpalokar hárlausri (með ógreinilegar æðar). Eggbú 24-30 í hverju egglegi. Stíll 0,5-1 mm. Fræ (brún), egglaga, 0,9-1,2 x 0,5-0,6 mm.
Uppruni
Grænland, Evrópa (Rússland) Asía (Kákasus, Íran, Rússland, Síbería, Tyrkland).
Harka
1
Heimildir
= 1, www.efloraas.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=200009496, Flora of North America.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðlsur, í kanta, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, sem myndar breiður og þrífst vel. Er stundum rytjuleg, einkum á vorin, ef til vill er ekki nógur rakt þar sem ún er.