Draba rigida

Ættkvísl
Draba
Nafn
rigida
Íslenskt nafn
Sólvorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, þýfð. Lauf bandlaga til öfugegglaga með ógreind hár, oddlaus, 3-7 x 1,5-2 mm, útstæð, breiðrandhærð.
Lýsing
Blómstönglar 5-10 sm, margir, hárlausir, uppréttir, sléttir (ekki snarpir). Blómskipunin lík hálfsveip með 5-20 blóm, þétt í byrjun en verur gisin. Bikarblöð 2-3,5 mm, egglaga, bogadregin í oddinn. Krónublöð 4,5-6 mm, gul, öfugegglaga-þríhyrnd, bogadregin í oddinn, stundum sýld. Skálpar 4-9 x 2-2,5 mm, oddbaugótt, flöt, verða hárlaus. stíll 1-1,5 mm.
Uppruni
Tyrkland.
Harka
7
Heimildir
= 2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem sáð var til 2010 og gróðurett í beð 2011.
Yrki og undirteg.
v. bryoides (DC.) Boissier (Syn.: D. bryoides DC.). Laufin innsveigð, allt að 2 mm eða styttri. Heimkynni: Tyrkland.