Draba oxycarpa

Ættkvísl
Draba
Nafn
oxycarpa
Íslenskt nafn
Fjallavorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
- 10 sm
Vaxtarlag
Þessi tegund getur orðið allt sð 10 sm há. Stönglarnir eru lauflausir og stundum hárlausir en oft með stjörnuhár og venjuleg ógreind hár. Laufin eru oft flest við grunninn, eru dökkgræn, stundum tennt, með stjörnuhár og með löng jaðarhár.
Lýsing
Draba oxycarpa er með tiltölulega stór fölgul blóm. Krónublöðin skarast oft. Skálpae eru hærðir á jöðrunum oft bæði með ógreind og stjörnuhár. D. oxycarpa er nú álitin vera sérstök tegund en var áður hluti af D. alpina.
Uppruni
NV Evrópa, Grænland.
Heimildir
= Den virtulla floran,
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar, íslenskar plöntur, sem haldið er við með sáningu.