Draba lasiocarpa

Ættkvísl
Draba
Nafn
lasiocarpa
Íslenskt nafn
Þúfuvorblóm
Ætt
Krossblómaætt (Brassicaceae).
Samheiti
D. aizoon Wahlenberg, D. elongata Host.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Þéttþýfð, fjölær jurt. Lauf breiðbandlaga til dálítið aflöng, 5-20 x 2-3 mm, hárlaus.
Lýsing
Blómskipunin þétt, verður ekki gisin við aldinþroskann, fáblóma. Krónublöð 3-8 mm, djúpgulur, egglaga, lengri en fræflarnir, lengri en fræflarnir. Skálpar oddbaugóttir, flatir, 5-11 x 2-3,5 mm, hárlaus eða með þornhár á jöðrunum. Stíll 1-1,5 mm.
Uppruni
Alpafjöll, Karpatafjöll, Balkanskagi.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,3
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
í steinhæðir, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.